Innlent

Styðja austurrísku leiðina

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa lýst yfir stuðningi við frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri - grænna, um austurrísku leiðina um viðbrögð lögreglu við heimilisofbeldi. Hún felur í sér breytingu á lögum um meðferð opinberra mála sem ætlað er að tryggja friðhelgi fórnarlambsins á eigin heimili með því að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu í stað þess að fórnarlambið þurfi að flýja. Aðferðin var fyrst tekin upp í Austurríki þar sem hún er talin hafa reynst vel og hafa mörg önnur lönd nú fetað sama veg, m.a. Svíþjóð og Noregur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×