Innlent

Fagna uppbyggingu

"Ég fagna allri uppbyggingu í sveitarfélaginu," segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti í Grímsnes- og Grafningshreppi, um fyrirhugaða frístundabyggð við Úlfljótsvatn. Hann segir að honum og öðrum fulltrúm í sveitarstjórn hafi verið kynnt málið með óformlegum hætti fyrir nokkrum mánuðum þegar hugmyndavinna vegna málsins var að fara af stað á vegum Orkuveitunnar. "Við höfum ekki fjallað um þetta formlega hvorki í sveitarstjórn né í skipulagsnefnd en það liggur ljóst fyrir að ef það á að byggja svona þá þarf að breyta skipulagi svæðisins en ég á eftir að sjá útfærslu á þessu," segir Gunnar. Hann segir að nú sé um tvö þúsund sumarbústaðir í sveitarfélaginu og mikil eftirspurn sé eftir lóðum fyrir sumarhús og hin nýja sumarhúsabyggð Orkuveitunnar sé angi af þeirri eftirspurn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×