23 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru háskólamenntuð en aðeins tólf prósent íbúa landsbyggðarinnar. Rúmlega helmingur landsbyggðarfólks hefur aðeins lokið grunnnámi en þriðjungur íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 37 prósent landsbyggðarbúa eru með starfs- eða framhaldsmenntun á móti 43 prósentum íbúa höfuðborgarsvæðisins.