Innlent

Óræk sönnun ölvunaraksturs

Ökumaður sem lögreglan á Akranesi stöðvaði aðfaranótt sunnudags, grunaðan um ölvun við akstur, dó áfengisdauða eftir blóðsýnatöku og reyndist lögreglu ómögulegt að vekja hann. Að sögn lögreglu á Akranesi er þetta algjört einsdæmi, en bera þurfti manninn inn í fangaklefa þar sem hann fékk að sofa úr sér. Þegar maðurinn, sem er nálægt tvítugu, rankaði svo við sér aftur á hádegi í gær var hann færður til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Þá voru ellefu kærðir fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi frá klukkan tvö til sex síðdegis í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×