Lögbannskrafa Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu á fréttaflutning Fréttablaðsins af tölvupóstsendingum sem hún átti hlut að verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
"Ég reikna með því að þarna verði ákveðið hvenær málið fær aðalmeðferð," segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður.
Sýslumaðurinn í Reykjavík varð við lögbannskröfu Jónínu í haust. Jónína krefst skaðabóta og refsingar yfir Kára Jónassyni ritstjóra blaðsins.