Viðskipti innlent

Styrkur krónu hafi ekki skilað sér

MYND/Vísir
Sterk staða íslensku krónunnar að undanförnu hefur ekki, nema að litlu leyti, skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram á vefriti Alþýðusambands Íslands, vinnunni.is. Þar segir að gengishækkunin hafi skilað sér best inn í verðlag á þeim mörkuðum þar sem bein samkeppni sé við útlönd og auðvelt fyrir neytendur að flytja vöruna milli landa. Þetta eigi til að mynda við um föt og tölvur. Neytendur hafi hins vegar ekki notið góðs af gengishækkun á mörkuðum fyrir neysluvörur á borð við bíla og húsbúnað. ASÍ bendir á að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlenndum vörum lækkað mun meira en verðlag innfluttra vara það sem af sé árinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×