Sport

Schumacher svartsýnn

Nú er sem allur vindur sé úr heimsmeistara Michael Schumacher, því hann viðurkenndi í viðtali að Ferrari ætti tæplega möguleika á verðlaunasæti á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Þessi heimavöllur Ferrari hefur reynst liðinu einstaklega vel undanfarin ár, því Ferraribíll hefur sigrað þar þrjú ár í röð, en nú telur Þjóðverjinn að liðið hafi ekki lengur það sem til þarf til að berjast um sigurinn. "Bíllinn hefur bara ekki verið góður undanfarið og ég efast um að við náum að berjast um sigurinn á Monza eins og við gerðum í Ungverjalandi," sagði Schumacher, sem virðist vera orðinn hálf þunglyndur á mótlætinu á keppnistímabilinu, enda á hann vart fræðilega möguleika á að verja titil sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×