Bílar og stórir hlutir lækka lítið 30. ágúst 2005 00:01 Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira