Sport

Keppni hafin í þýska handboltanum

Fyrsta umferðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik fór fram um helgina. Magdeburg tapaði fyrir Wetzlar, 35-35, Róbert Sighvatsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar, Sigfús Sigurðsson skoraði eitt fyrir Magdeburg. Markús Máni Michaelsson skoraði sjö mörk fyrir Dusseldorf sem tapaði fyrir Nordhorn 33-26. Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur þegar lið þeirra Gummersbach vann Minden ,29-22. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Minden og skoraði 6 mörk. Einar Hólmgeirsson og Alexander Peterson og félagar í Grosswallstadt, töpuðu fyrir Kronau/Östringen, 30-27. Einar skoraði fjögur mörk og Peterson tvö. Þórir Ólafsson skoraði fimm mörk fyrir Lübbecke sem bar sigurorð af Concordia Delitzsch, 28-25.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×