Banaslys við Vagnhöfða

Ungur maður lést í vinnuslysi að Vagnhöfða skömmu eftir hádegi í gær eftir að hann féll ofan í sandsíló. Var hann úrskurðaður látinn þegar sjúkra- og slökkviliði tókst að ná honum út. Alls óvíst er um tildrög slyssins en bæði rannsóknardeild lögreglu og Vinnueftirlitið fara með rannsókn þess.