Ölvaður kveikti í rusli
Ölvaður maður kveikti í rusli við skemmtistaðinn Prövdu í Austurstræti í Reykjavík skömmu fyrir klukkan þrjú aðfararnótt mánudags. Maðurinn var handtekinn skammt frá og stóð til að yfirheyra hann í gærdag. Að sögn lögreglu var fljótgert að ráða niðurlögum eldsins, en þó þurfti slökkvilið að rjúfa klæðningu til að komast fyrir hann. Skemmdir vegna brunans voru ekki miklar, þar sem hann var afmarkaður við geymsluna.