Viðskipti innlent

Gerir tilboð í Singer&Friedlander

Kaupþing banki, sem á tæp tuttugu prósent í breska bankanum Singer og Friedlander, hefur gert bindandi kauptilboð í bankann upp á röska 64 milljarða króna.  Stjórn breska bankans hefur mælt með því við hluthafa að þeir taki tilboðinu. Verði af kaupunum munu innlán Kaupþings banka tvöfaldast, þótt bankinn sé mun minni en sá íslenski. Eignir breska bankans námu um áramót 330 milljörðum króna en Kaupþing banka rúmum 1500 milljörðum. Singer og Friedlander bankinn var stofnaður fyrir tæpri öld og sérhæfir hann sig í almennri bankastarfssemi, fjármögnunarleigu og eignastýringu. Hann þjónar aðallega meðalstórum og minni fyrirtækjum og efnuðum einstaklingum. Ef af kaupunum verður er gert ráð fyrir að að núverandi stjórnendur enska bankans starfi þar áfram undir stjórn Tony Shearer forstjóra og að Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri og Ármann Þorvaldsson setjist í stjórnina. Höfuðstöðvarnar verða áfram í London.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×