Ríkisendurskoðandi á fund Halldórs 28. apríl 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans. Ríkisendurskoðandi gat ekki svarað öllum spurningum nefndarmanna í fjárlaganefnd um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þá sérstaklega bankanna. Því verður að kalla fleiri gesti fyrir nefndina. Það vakti athygli fréttastofu að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi átti fund í forsætisráðuneytinu með forsætisráðherra, áður en nefndarfundurinn hófst. Ríkisendurskoðun gagnrýndi sem kunnugt er ýmislegt varðandi einkavæðingu ríkisbankanna í skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árið 2003. Í kjölfar mikillar umræðu á Alþingi og í samfélaginu undanfarið ákvað fjárlaganefnd hins vegar að skoða málið ofan í kjölinn. Eftir að hafa kallað ríkisendurskoðun fyrir í dag fannst mönnum ekki nóg að gert og því var það einróma niðurstaða að kalla til fleiri. Sigurður Þórðarson var spurður um fundinn með forsætisráðherra í morgun þegar hann gekk af fundi fjárlaganefndar. Hann svaraði því til að hann tali oft og tíðum við forsætisráðherra. Ríkisendurskoðandi vildi ekki gefa upp umræðuefnið. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, sagðist aðspurður ekki margar spurningar brenna á honum í málinu. Þó sé eðlilegt að menn fái á hreint hvernig málið var framkvæmt. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, segir ýmsum spurningum ósvarað, t.d. af hverju ekki var farið eftir hæsta verði, af hverju hóparnir voru alltaf að breytast og af hverju stærsta eignin í Landsbankannum var seld út úr. Hann segir ríkisendurskoðanda aðeins hafa svarað spurningunum að takmörkuðu leyti og vísaði gjarnan á aðra. Helgi segir að ræða verði við þá aðila, t.a.m. viðskiptaráðherra og framkvæmdanefnd um einkavæðinguna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans. Ríkisendurskoðandi gat ekki svarað öllum spurningum nefndarmanna í fjárlaganefnd um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þá sérstaklega bankanna. Því verður að kalla fleiri gesti fyrir nefndina. Það vakti athygli fréttastofu að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi átti fund í forsætisráðuneytinu með forsætisráðherra, áður en nefndarfundurinn hófst. Ríkisendurskoðun gagnrýndi sem kunnugt er ýmislegt varðandi einkavæðingu ríkisbankanna í skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árið 2003. Í kjölfar mikillar umræðu á Alþingi og í samfélaginu undanfarið ákvað fjárlaganefnd hins vegar að skoða málið ofan í kjölinn. Eftir að hafa kallað ríkisendurskoðun fyrir í dag fannst mönnum ekki nóg að gert og því var það einróma niðurstaða að kalla til fleiri. Sigurður Þórðarson var spurður um fundinn með forsætisráðherra í morgun þegar hann gekk af fundi fjárlaganefndar. Hann svaraði því til að hann tali oft og tíðum við forsætisráðherra. Ríkisendurskoðandi vildi ekki gefa upp umræðuefnið. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, sagðist aðspurður ekki margar spurningar brenna á honum í málinu. Þó sé eðlilegt að menn fái á hreint hvernig málið var framkvæmt. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, segir ýmsum spurningum ósvarað, t.d. af hverju ekki var farið eftir hæsta verði, af hverju hóparnir voru alltaf að breytast og af hverju stærsta eignin í Landsbankannum var seld út úr. Hann segir ríkisendurskoðanda aðeins hafa svarað spurningunum að takmörkuðu leyti og vísaði gjarnan á aðra. Helgi segir að ræða verði við þá aðila, t.a.m. viðskiptaráðherra og framkvæmdanefnd um einkavæðinguna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira