Sport

Liverpool gegn Kaunas í kvöld

Allt bendir til þess að miðjumaðurinn Steven Gerrard verði orðinn klár fyrir Evrópuleik Liverpool gegn Kaunas í kvöld. Hann þurfti að hætta á æfingu á mánudagskvöld vegna meiðsla á ökkla en er líklegast klár fyrir leik kvöldsins. Peter Crouch mun leika sinn fyrsta mótsleik í kvöld en ekki er reiknað með að Milan Baros komi við sögu þrátt fyrir að hann sé í leikmannahópi Liverpool. Óvíst er með Steve Finnan vegna veikinda og verður þá Josemi líklegast í hægri bakverði. Djimi Traore er meiddur og Stephen Warnock verður því líklegast í vinstri bakverðinum. Sami Hyypia og Jamie Carragher verða áfram í vörninni. Sá finnski hefur spilað hverja einustu mínútu í síðustu 45 leikjum Liverpool í Evrópukeppninni, allt síðan 2001. Spænski markvörðurinn Jose Reina verður í marki en óvissa ríkir um framtóð Jerzy Dudek þrátt fyrir hetjulega frammistöðu hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Djibril Cisse og Fernando Morientes slást um plássið á toppnum og þá er reiknað með að Darren Potter haldi stöðu sinni á hægri vængnum. Þetta er fyrri leikur Kaunas og Liverpool í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og verður hann háður á 8.000 manna velli Kaunas í Litháen. Leikurinn hefst kl.18:45 og verður hann í beinni útsendingu á Sýn. Síðari leikurinn verður á Anfield eftir rúma viku og verður hann einnig á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×