Meirihlutinn tapar fylgi 26. júlí 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá samanlagt tæplega 47 prósenta fylgi samkvæmt könnun sem IMG Gallup framkvæmdi í mars síðastliðnum en fylgi flokkanna var tæp 60 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tapar einum manni, fær tvo, en Sjálfstæðisflokkurinn fær áfram fjóra bæjarfulltrúa þrátt fyrir að fylgi flokksins minnki verulega frá síðustu kosningum. Í bæjarstjórn Akureyrar eru ellefu fulltrúar og því heldur núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt könnun Gallup. Listi fólksins á Akureyri fær engan mann kjörinn í bæjarstjórn en listinn fékk tvo menn kjörna í kosningunum fyrir þremur árum. Samfylkingin bætir verulega við sig fylgi og fær þrjá bæjarfulltrúa í stað eins og sömuleiðis vex fylgi Vinstri grænna umtalsvert og fá þeir tvo bæjarfulltrúa en hafa nú einn. Samkvæmt könnuninni er 11. bæjarfulltrúinn Sjálfstæðismaður en næstur á eftir honum er fjórði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þar á eftir kemur fyrsti maður af Lista fólksins. Þetta kemur fram í lífskjarakönnun sem IMG Gallup framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ í mars síðastliðnum. Alls voru 383 einstaklingar spurðir hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef gengið hefði verið til kosninga í mars og gáfu 205 eða rúm 53 prósent upp afstöðu sína. Sigríður Ólafsdóttir, hjá IMG Gallup á Akureyri, segir tilganginn með spurningunni um afstöðu fólks til stjórnmálaaflanna á Akureyri ekki hafa verið að mæla fylgi flokkanna í bænum. "Spurningin var fyrst og fremst bakgrunnsbreyta í lífskjararannsókninni og á þeirri forsendu fór hún inn," segir Sigríður. Oddur Helgi Halldórsson, oddviti Lista fólksins, segist hafa mikla trú á skoðanakönnunum. "Það er hins vegar ekkert nýtt að minn listi kemur illa út í svona könnunum enda er lítið fjallað um Lista fólksins í fjölmiðlum á milli kosninga. Í upphafi baráttunnar fyrir síðustu kosningar þá mældumst við með 3,2 prósent fylgi en fengum 17,8 prósent. Í þessari könnun fengum við 6,3 prósent og það er einhver besta útkoma sem við höfum fengið í skoðanakönnun. Því sef ég alveg rólegur," segir Oddur Helgi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá samanlagt tæplega 47 prósenta fylgi samkvæmt könnun sem IMG Gallup framkvæmdi í mars síðastliðnum en fylgi flokkanna var tæp 60 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tapar einum manni, fær tvo, en Sjálfstæðisflokkurinn fær áfram fjóra bæjarfulltrúa þrátt fyrir að fylgi flokksins minnki verulega frá síðustu kosningum. Í bæjarstjórn Akureyrar eru ellefu fulltrúar og því heldur núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt könnun Gallup. Listi fólksins á Akureyri fær engan mann kjörinn í bæjarstjórn en listinn fékk tvo menn kjörna í kosningunum fyrir þremur árum. Samfylkingin bætir verulega við sig fylgi og fær þrjá bæjarfulltrúa í stað eins og sömuleiðis vex fylgi Vinstri grænna umtalsvert og fá þeir tvo bæjarfulltrúa en hafa nú einn. Samkvæmt könnuninni er 11. bæjarfulltrúinn Sjálfstæðismaður en næstur á eftir honum er fjórði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þar á eftir kemur fyrsti maður af Lista fólksins. Þetta kemur fram í lífskjarakönnun sem IMG Gallup framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ í mars síðastliðnum. Alls voru 383 einstaklingar spurðir hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef gengið hefði verið til kosninga í mars og gáfu 205 eða rúm 53 prósent upp afstöðu sína. Sigríður Ólafsdóttir, hjá IMG Gallup á Akureyri, segir tilganginn með spurningunni um afstöðu fólks til stjórnmálaaflanna á Akureyri ekki hafa verið að mæla fylgi flokkanna í bænum. "Spurningin var fyrst og fremst bakgrunnsbreyta í lífskjararannsókninni og á þeirri forsendu fór hún inn," segir Sigríður. Oddur Helgi Halldórsson, oddviti Lista fólksins, segist hafa mikla trú á skoðanakönnunum. "Það er hins vegar ekkert nýtt að minn listi kemur illa út í svona könnunum enda er lítið fjallað um Lista fólksins í fjölmiðlum á milli kosninga. Í upphafi baráttunnar fyrir síðustu kosningar þá mældumst við með 3,2 prósent fylgi en fengum 17,8 prósent. Í þessari könnun fengum við 6,3 prósent og það er einhver besta útkoma sem við höfum fengið í skoðanakönnun. Því sef ég alveg rólegur," segir Oddur Helgi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira