Innlent

Frumrannsókn lokið

Frumrannsókn á árekstri vörubifreiðar og strætisvagns á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á föstudag er lokið, en vörubifreiðin keyrði inn í framhlið strætisvagnsins. Að sögn vitna ók vörubifreiðin gegn rauðu ljósi og sýndir akstursskífa bílsins að hann var á 80 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 kílómetrar. Bílstjóra vörubifreiðarinnar sakaði ekki, en bílstjóri strætisvagnsins var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæslu þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu og liggur á bæklunardeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Sex farþegar voru í strætisvagninum og slösuðust þeir allir minniháttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×