Innlent

Launahækkun á frístundaheimilum

Foreldrar þurfa að útvega pössun fyrir þau börn sem ekki komast að hjá frístundaheimilum ÍTR vegna manneklu. Tæplega 600 börn eru á biðlista og einungis 10 af 33 frístundaheimilum eru fullmönnuð í dag. Tæplega 600 grunnskólabörn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Um 90 starfsmenn vantar á frístundaheimilin sem eru 33 í borginni. Heimilin taka við börnum í 1. til 4. bekk grunnskóla Reykjavíkur eftir að skólatíma lýkur. Á 26 af þessum 33 heimilum hafa öll börn komist að sem sótt var um fyrir á réttum tíma, það er í vor, en á 7 heimilum eru dæmi þess að börn komist ekki að sem sótt var um fyrir á réttum tíma. Bergþóra Valsdóttir, hjá sambandi foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, segir alvarlegt að foreldrar geti ekki treyst á að börnin komist að hjá frístundarheimilum eftir skóla. Bergþóra segir þetta vera áhyggjuefni þar sem þetta bitnar á foreldrum og börnunum sem eru veikust fyrir. Hún sagði foreldra hafa miklar áhyggjur af þessu. Atvinnuleysi er lítið og því eru færri sem leita í láglaunastörfin en ella. Manneklu frístundarheimilanna má rekja til þessa en Bergþóra segir launin hjá frístundarheimilum verða að hækka til að hægt sé að bjóða upp á góða þjónustu fyrir öll börnin sem þangað sækja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×