Innlent

Lág laun rót vandans

"Það er auðvitað mjög slæmt ef þessi staða kemur ítrekað upp á haustin," segir Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Mörg hundruð börn bíða þess að fá pláss á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar vegna manneklu. "Ég tel stóran hluta af vandanum koma til vegna þess að launin eru mjög lág," segir Elín. "Fólk staldrar þess vegna stutt við í starfi og hleypur af stað um leið og annað býðst." Elín telur að hægt væri að auðvelda mannaráðningar með því að leitast við að byggja upp faglegra starf í frístundaheimilunum, til dæmis með því að ráða meira af fagmenntuðu fólki. "Hér á landi er verið að mennta fólk í tómstundafræðum sem gæti vel sinnt frístundaheimilunum, í samráði við aðrar fagstéttir," segir Elín. "Ég tel hluta af vandanum koma til vegna þess að starfið er ekki byggt nógu markvisst upp til þess að sinna uppeldi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×