Fylgisbreytingin eru tíðindi 9. júlí 2005 00:01 Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt. "Sjálfstæðisflokkurinn virtist vera kominn niður í um það bil 40 prósenta fylgi í borginni þannig að þetta eru nokkur tíðindi," segir Ólafur. Um skýringar á vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni segir Ólafur að ákveðinnar óánægju hafi gætt með R-listann. "Nokkuð hefur borið á deilum.R-listinn hefur verið í vandræðum og flokkarnir þrír, sem að honum standa, hafa ekki ákveðið hvort þeir ætli að bjóða sameiginlega fram enn á ný undir merkjum R-listans. Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn spilað út nýjum hlutum. Menn hafa tekið eftir nýjum hugmyndum frá honum um skipulagsmál." Ólafur bendir á að megintilgangur R-lista samstarfsins hafi í upphafi verið að ógna veldi Sjálfstæðisflokksins í stjórn borgarinnar. "Ef þeir ætla nú að bjóða fram hver í sínu lagi gæti Sjálfstæðisflokknum nægt 46 til 47 prósenta fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Ef fylgi Sjálfstæðisflokksins færi sífellt minnkandi væri sjálfsagt æ minni ástæða fyrir flokkana í R-listanum að halda áfram samstarfinu. Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti þar af leiðandi að auka líkurnar á áframhaldandi samstarfi," segir Ólafur Þ. Harðarson. Á ellefu ára valdatíma R-listans í Reykjavíkurborg hefur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins í fáein skipti mælst með meira fylgi en hann í könnunum. Að líkindum varð munurinn mestur í apríl 1996 þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 54 prósent á móti 46 prósenta fylgi R-listans. R-listinn hefurí fáeinum fylgiskönnunum náð allt að 10 prósentustiga forskoti á Sjálfstæðiflokkinn í valdatíð sinni. Viðræður um áframhaldandi samstarf flokkanna sem standa að R-listanum hafa ekki borið árangur, en viðræðunefnd á vegum þeirra kemur næst saman til fundar á mánudag Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Þetta er breyting því langt er síðan fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans hefur mælst svo jafnt sem nú," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Niðurstöður nýrrar fylgiskönnunar benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans sé nánast jafnt. "Sjálfstæðisflokkurinn virtist vera kominn niður í um það bil 40 prósenta fylgi í borginni þannig að þetta eru nokkur tíðindi," segir Ólafur. Um skýringar á vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni segir Ólafur að ákveðinnar óánægju hafi gætt með R-listann. "Nokkuð hefur borið á deilum.R-listinn hefur verið í vandræðum og flokkarnir þrír, sem að honum standa, hafa ekki ákveðið hvort þeir ætli að bjóða sameiginlega fram enn á ný undir merkjum R-listans. Hins vegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn spilað út nýjum hlutum. Menn hafa tekið eftir nýjum hugmyndum frá honum um skipulagsmál." Ólafur bendir á að megintilgangur R-lista samstarfsins hafi í upphafi verið að ógna veldi Sjálfstæðisflokksins í stjórn borgarinnar. "Ef þeir ætla nú að bjóða fram hver í sínu lagi gæti Sjálfstæðisflokknum nægt 46 til 47 prósenta fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Ef fylgi Sjálfstæðisflokksins færi sífellt minnkandi væri sjálfsagt æ minni ástæða fyrir flokkana í R-listanum að halda áfram samstarfinu. Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti þar af leiðandi að auka líkurnar á áframhaldandi samstarfi," segir Ólafur Þ. Harðarson. Á ellefu ára valdatíma R-listans í Reykjavíkurborg hefur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins í fáein skipti mælst með meira fylgi en hann í könnunum. Að líkindum varð munurinn mestur í apríl 1996 þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 54 prósent á móti 46 prósenta fylgi R-listans. R-listinn hefurí fáeinum fylgiskönnunum náð allt að 10 prósentustiga forskoti á Sjálfstæðiflokkinn í valdatíð sinni. Viðræður um áframhaldandi samstarf flokkanna sem standa að R-listanum hafa ekki borið árangur, en viðræðunefnd á vegum þeirra kemur næst saman til fundar á mánudag
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira