Kennsl ekki borin á líkin 9. júlí 2005 00:01 Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn frá í gær. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað, þeir draga þó í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. "Þetta er skelfilegt verk," segir Jim Dickie sem kemur að rannsókn málsins. "Flest fórnarlömbin urðu mjög illa úti og með því meina ég að það eru líkamshlutir jafnt sem líkamsbúkar þarna." Rannsóknarmenn hafa reynt að bera kennsl á líkin með fingraförum, tannlæknaskrám og DNA-prufum. Tuttugu eru enn í lífshættu á sjúkrahúsum og einhver lík eru föst í braki lestar í Russell Square lestagöngunum þar sem björgunarmenn hafa ekki komist að þeim vegna hættu á hruni, ekki er vitað með vissu hversu mörg lík er að finna þar. Rannsóknir bresku lögreglunnar hafa leitt í ljós að mun skemmri tími leið milli sprenginganna en áður var talið. Fyrsta sprengingin í neðanjarðarlest sprakk klukkan 8.50 að breskum tíma og tvær síðari sprengjurnar skömmu síðar. Áður höfðu yfirmenn lestakerfisins lýst því yfir að 26 mínútur hefðu liðið milli sprenginganna þriggja. Hið rétta kom í ljós eftir að lögreglan fór yfir staðsetningu lestanna og gögn úr lestakerfinu. Annað sem rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós er að þær eru gerðar úr öflugu sprengiefni. Það gefur til kynna að þær hafi ekki verið búnar til í heimahúsi eða við fábrotnar aðstæður. Talið er líklegt að þær hafi verið keyptar á svarta markaðnum en rannsakendur segja of snemmt að segja nokkuð til um hvar þær kunni að hafa verið keyptar. Vegna þess hversu stuttur tími leið milli sprenginganna þykir ólíklegt að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða þótt það sé ekki útilokað. Líklegra er að sprengjurnar hafi verið tímastilltar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn frá í gær. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað, þeir draga þó í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. "Þetta er skelfilegt verk," segir Jim Dickie sem kemur að rannsókn málsins. "Flest fórnarlömbin urðu mjög illa úti og með því meina ég að það eru líkamshlutir jafnt sem líkamsbúkar þarna." Rannsóknarmenn hafa reynt að bera kennsl á líkin með fingraförum, tannlæknaskrám og DNA-prufum. Tuttugu eru enn í lífshættu á sjúkrahúsum og einhver lík eru föst í braki lestar í Russell Square lestagöngunum þar sem björgunarmenn hafa ekki komist að þeim vegna hættu á hruni, ekki er vitað með vissu hversu mörg lík er að finna þar. Rannsóknir bresku lögreglunnar hafa leitt í ljós að mun skemmri tími leið milli sprenginganna en áður var talið. Fyrsta sprengingin í neðanjarðarlest sprakk klukkan 8.50 að breskum tíma og tvær síðari sprengjurnar skömmu síðar. Áður höfðu yfirmenn lestakerfisins lýst því yfir að 26 mínútur hefðu liðið milli sprenginganna þriggja. Hið rétta kom í ljós eftir að lögreglan fór yfir staðsetningu lestanna og gögn úr lestakerfinu. Annað sem rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós er að þær eru gerðar úr öflugu sprengiefni. Það gefur til kynna að þær hafi ekki verið búnar til í heimahúsi eða við fábrotnar aðstæður. Talið er líklegt að þær hafi verið keyptar á svarta markaðnum en rannsakendur segja of snemmt að segja nokkuð til um hvar þær kunni að hafa verið keyptar. Vegna þess hversu stuttur tími leið milli sprenginganna þykir ólíklegt að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða þótt það sé ekki útilokað. Líklegra er að sprengjurnar hafi verið tímastilltar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira