Svanurinn tryggir gæðin 12. apríl 2005 00:01 "Þegar fólk kaupir Svansmerkta vöru getur það treyst því að varan uppfylli strangar umhverfis- og gæðakröfur," segir Sigrún Guðmundsdóttir hjá Umhverfisstofnun, sem ætlar að ráðast í átak á næstu dögum að kynna Svaninn fyrir Íslendingum. Aðeins vara eða þjónusta sem uppfyllir strangar kröfur varðandi umhverfisþætti getur fengið Svansmerkið og eru ýmis umhverfisspillandi efni bönnuð í framleiðslu á vörunum. "Ýmis varhugaverð efni eru notuð í vörur sem við notum, eins og til dæmis snyrtivörur. Í nýlegri rannsókn sem unnin var í Noregi kom til dæmis í ljós að rotvarnarefni sem notuð eru í rök þvottastykki fyrir börn eru talin hafa hormónatruflandi áhrif," segir Sigrún. Hún segir að því miður sé ekki að finna Svansmerktar snyrtivörur hér á landi en hún vonast til þess að þar verði breyting á í framtíðinni. "Hormónatruflandi efni eru fyrir hendi til dæmis í snyrtivörum, hreinsiefnum, fatnaði, vínylgólfdúk og málningu, auk þess sem líkur eru á að sum þessara efna séu krabbameinsvaldandi. Efnin eru sum hver leyfð í litlu magni, en hins vegar brotna þau seint niður í náttúrunni og geta þau því hugsanlega valdið mengun annars staðar eins og í matvælum. Fólk er misviðkvæmt fyrir þessum efnum en börn eru sérlega viðkvæm og full ástæða til að koma í veg fyrir að þessi efni séu í þeirra umhverfi," segir Sigrún. Svanurinn gerir meðal annars þær kröfur að efni sem valda ofnæmi eða séu heilsuspillandi sé ekki að finna í vörum, enda helst það oft í hendur við umhverfisspillandi efni. Sex íslensk fyrirtæki hafa fengið Svaninn, en það eru Undri í Njarðvík, Mjöll Frigg fyrir þvottaefnið Maraþon Milt, Guðjón Ó. Prentsmiðja, Farfuglaheimilið í Reykjavík, Hótel Eldhestar og fyrirtækjaþjónusta Enjo. Heilsa Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þegar fólk kaupir Svansmerkta vöru getur það treyst því að varan uppfylli strangar umhverfis- og gæðakröfur," segir Sigrún Guðmundsdóttir hjá Umhverfisstofnun, sem ætlar að ráðast í átak á næstu dögum að kynna Svaninn fyrir Íslendingum. Aðeins vara eða þjónusta sem uppfyllir strangar kröfur varðandi umhverfisþætti getur fengið Svansmerkið og eru ýmis umhverfisspillandi efni bönnuð í framleiðslu á vörunum. "Ýmis varhugaverð efni eru notuð í vörur sem við notum, eins og til dæmis snyrtivörur. Í nýlegri rannsókn sem unnin var í Noregi kom til dæmis í ljós að rotvarnarefni sem notuð eru í rök þvottastykki fyrir börn eru talin hafa hormónatruflandi áhrif," segir Sigrún. Hún segir að því miður sé ekki að finna Svansmerktar snyrtivörur hér á landi en hún vonast til þess að þar verði breyting á í framtíðinni. "Hormónatruflandi efni eru fyrir hendi til dæmis í snyrtivörum, hreinsiefnum, fatnaði, vínylgólfdúk og málningu, auk þess sem líkur eru á að sum þessara efna séu krabbameinsvaldandi. Efnin eru sum hver leyfð í litlu magni, en hins vegar brotna þau seint niður í náttúrunni og geta þau því hugsanlega valdið mengun annars staðar eins og í matvælum. Fólk er misviðkvæmt fyrir þessum efnum en börn eru sérlega viðkvæm og full ástæða til að koma í veg fyrir að þessi efni séu í þeirra umhverfi," segir Sigrún. Svanurinn gerir meðal annars þær kröfur að efni sem valda ofnæmi eða séu heilsuspillandi sé ekki að finna í vörum, enda helst það oft í hendur við umhverfisspillandi efni. Sex íslensk fyrirtæki hafa fengið Svaninn, en það eru Undri í Njarðvík, Mjöll Frigg fyrir þvottaefnið Maraþon Milt, Guðjón Ó. Prentsmiðja, Farfuglaheimilið í Reykjavík, Hótel Eldhestar og fyrirtækjaþjónusta Enjo.
Heilsa Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira