Sagði þingmenn bera inn gróusögur 12. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. Helgi Hjörvar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til að greina frá því að forseti Alþingis hefði meinað sér að leggja fram fyrirspurn um það hvort forsætiráðherra hygðist gera Alþingi grein fyrir hagsmunatengslum sínum, fjárhagslegum samskiptum sínum og Framsóknarflokksins við væntanlega bjóðendur í hlutabréf ríkissjóðs í Landssímanum. Helgi sagði að þegar forseti Alþingis hefði neitað honum um birta þessa spurningu hefði hann boðist til að umorða hana svo að sett yrði „ef hagsmunatengsl væru“ eða „sé þeim til að dreifa“ eða tryggja að spurningin væri ekki leiðandi. Forseti hafi aftur neitað og sagt að ekki væri um opinbert málefni að ræða heldur dylgjur. Forseti þingsins, Halldór Blöndal, sagði að samkvæmt þingsköpum hefði þingmanninum borið að bera það undir þingfundinn umræðulaust hvort fyrirspurnin skyldi leyfð. Hann gaf síðan forsætisráðherra orðið. Hann sagði að það væri orðin föst regla þegar upp kæmu óvægin innanflokksátök í Samfylkingunni reyndu flokksmenn þar að beina athygli fjölmiðla að öðrum málum. Hann sagði Framsóknarflokkinn engin hagsmunatengsl hafa við fyrirtæki og að inn á Alþingi væri borin inn enn ein gróusagan frá Samfylkingunni. Hann tæki ekki þátt í því. Það gengi m.a. sú gróusaga í þjóðfélaginu að það væru sterk hagsmunatengsl á milli Samfylkingarinnar og Baugs. Hann tryði því ekki enda hefði engum þingmanni Framsóknarflokksins dottið í hug að taka það upp á Alþingi. Hann bað þingmenn Samfylkingarinnar að beina áhuga sínum að innanflokksátökunum en láta það vera að fylla Alþingi af gróusögum. Helgi Hjörvar hvatti forsætisráðherra til að hreinsa andrúmsloftið. Hann fór fram á það að meint tengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann yrðu að fullu gerð opinber og öllum aðgengileg í einkavæðingarferlinu þannig að almenningur á Íslandi gæti treyst því að þar réðu annarleg sjónarmið ekki ríkjum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Skrifað undir samning í kjaradeilu kennara Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. Helgi Hjörvar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til að greina frá því að forseti Alþingis hefði meinað sér að leggja fram fyrirspurn um það hvort forsætiráðherra hygðist gera Alþingi grein fyrir hagsmunatengslum sínum, fjárhagslegum samskiptum sínum og Framsóknarflokksins við væntanlega bjóðendur í hlutabréf ríkissjóðs í Landssímanum. Helgi sagði að þegar forseti Alþingis hefði neitað honum um birta þessa spurningu hefði hann boðist til að umorða hana svo að sett yrði „ef hagsmunatengsl væru“ eða „sé þeim til að dreifa“ eða tryggja að spurningin væri ekki leiðandi. Forseti hafi aftur neitað og sagt að ekki væri um opinbert málefni að ræða heldur dylgjur. Forseti þingsins, Halldór Blöndal, sagði að samkvæmt þingsköpum hefði þingmanninum borið að bera það undir þingfundinn umræðulaust hvort fyrirspurnin skyldi leyfð. Hann gaf síðan forsætisráðherra orðið. Hann sagði að það væri orðin föst regla þegar upp kæmu óvægin innanflokksátök í Samfylkingunni reyndu flokksmenn þar að beina athygli fjölmiðla að öðrum málum. Hann sagði Framsóknarflokkinn engin hagsmunatengsl hafa við fyrirtæki og að inn á Alþingi væri borin inn enn ein gróusagan frá Samfylkingunni. Hann tæki ekki þátt í því. Það gengi m.a. sú gróusaga í þjóðfélaginu að það væru sterk hagsmunatengsl á milli Samfylkingarinnar og Baugs. Hann tryði því ekki enda hefði engum þingmanni Framsóknarflokksins dottið í hug að taka það upp á Alþingi. Hann bað þingmenn Samfylkingarinnar að beina áhuga sínum að innanflokksátökunum en láta það vera að fylla Alþingi af gróusögum. Helgi Hjörvar hvatti forsætisráðherra til að hreinsa andrúmsloftið. Hann fór fram á það að meint tengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann yrðu að fullu gerð opinber og öllum aðgengileg í einkavæðingarferlinu þannig að almenningur á Íslandi gæti treyst því að þar réðu annarleg sjónarmið ekki ríkjum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Skrifað undir samning í kjaradeilu kennara Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira