Innlent

Reglur um rjúpnaveiði í sjónmáli

Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Þetta er meðal þess sem Umhverfisstofnun leggur til varðandi rjúpnaveiðar, en Umhverfisráðherra ákvað í síðasta mánuði að leyfa rjúpnaveiðar á ný. Umhverfisstofnun telur að rjúpnastofninn þoli að veiddir verði um 70 þúsund fuglar. Í september er áætlað að umhverfisráðherra gefi út reglugerð um rjúpnaveiði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×