Innlent

Á batavegi eftir hnífsstungur

Pilturinn sem var stunginn tvisvar sinnum í bakið aðfaranótt sunnudags er á batavegi og verður hann útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Pilturinn, sem er átján ára var mjög hætt kominn eftir árásina, en lunga hans féll saman. Segja læknar að það hafi orðið piltinum til lífs að hann var fluttur strax á slysadeild, en hann gekkst undir brjóstholsaðgerð. Hann verður fluttur á almenna deild í dag. Árásarmaðurinn, sautján ára piltur var í gærkvöldi úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, en árásin er litin mjög alvarlegum augum. Árásarmaðurinn fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna, en eftir að hafa stungið piltinn hljóp hann af vettvangi. Eftirlitsmyndavélar voru notaðar við að fylgja árásarmanninum eftir og var hann handtekinn í kjölfarið, hann mun hafa reynt að losa sig við hnífinn sem hann notaði við hnífsstunguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×