Innlent

Biður fyrir þakklæti

MYND/Vísir
Vagnstjórar hjá Strætó hafa hafið fjársöfnun til styrktar vinnufélaga sem slasaðist alvarlega í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar á föstudaginn. Bílstjórinn biður fyrir þakkir til þeirra sem hjálpuðu honum á slysstað. Strætisvagninn lenti í hörðum árekstri við vörubíl, með þeim afleiðingum að vagnstjórinn kastaðist út úr vagninum og dróst eina tuttugu metra með vörubílnum. Hann slasaðist mjög alarlega, missti meðal annars neðan af báðum fótum fyrir neðan hné. Félagar hans hafa nú hafið fjársöfn honum til styrktar, og fjölskyldu hans. Undirskrifalistar hafa verið settir upp á nokkrum stöðum hjá strætó, og einnig hjá Hagvögnum, Allra handa og Teiti Jónassyni, sem sinna akstri í verktöku fyrir strætó. Vagnstjórinn hefur beðið fyrir þakklæti til allra þeirra sem á einhvern hátt komu að slysinu, svosem lögreglumönnum, sjúkraflutningamönnum, vegfarendum og öðrum sem hjálpuðu honum á slysstað. Einnig sendir hann serstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á Landspítalanum í fossvogi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×