Innlent

Umsóknir eldra fólks streyma inn

Guðrún Kristinsdóttir segir að allir umsækjendur verði kallaðir í viðtal á næstu tveimur vikum og síðan verði öllum svarað innan mánaðar. "Við viljum ekki vera að auglýsa og svo heyri fólkið ekkert meira frá okkur," segir hún. "En viðbrögðin voru svo miklu meiri heldur en við bjuggumst við að það tekur lengri tíma en áætlaður var til að fara í gegnum umsóknirnar." Þessi starfsmannastefna Húsasmiðjunnar hefur mælst vel fyrir, að sögn Guðrúnar. Aðrir vinnuveitendur hefðu haft samband við fyrirtækið til að spyrjast fyrir um hvernig hefði gengið. Þá hefur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur auglýst eftir starfsfólki á svipuðum forsendum. "Ég vildi óska að stjórnvöld tækju upp viðræður við Félag eldri borgara um almannatryggingar og alla þá skerðingu sem nú er kveðið á um," segir Guðrún. "Þetta er hlutur sem verður að velta upp við fólk þegar það kemur í viðtal til okkar, þannig að það geri sér grein fyrir stöðu sinni með tilliti til þessa."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×