Þrýst á stjórnvöld vegna unglækna 22. apríl 2005 00:01 ESA, eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir stjórnvöld hér hafa látið hjá líða að leggja fram áætlun um hvernig framfylgja á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hvað varðar unglækna. Eftirlitsstofnunin hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þessa og gefið tveggja mánaða frest til að koma málum í réttan farveg. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins áttu EFTA ríkin að hafa lagt fram áætlun um innleiðingu fyrir fyrsta ágúst í fyrra. Fram kemur að eftirlitsstofnunin hafi engar upplýsingar fengið frá stjórnvöldum hér um ráðstafanir vegna vinnu unglækna. Bregðist stjórnvöld ekki við áliti ESA er næsta skref að vísa málinu til EFTA dómstólsins. Bjarni Þór Eyvindsson formaður félags unglækna segir fyrstu skrefin í að innleiða vinnutilskipun Evrópusambandsins hafa verið tekin í apríl 2003 með lagabreytingu í þá veru að unglæknar væru ekki lengur undanþegnir almennum vinnutímaákvæðum. Sú breyting mun þó ekki hafa skilað sér í framkvæmd. "Við erum því komin með mál á hendur Landsspítalanum til að fá þessa löggjöf virta, en það var dómtekið fyrir um hálfum mánuði," segir hann og bætir við að ESA þrýsti nú á um fimm ára áætlun frá stjórnvöldum um hvernig innleiða eigi hvíldartímatilskipunina, sem engar Evrópuþjóðir muni vera farnar að framfylgja. "Við erum hins vegar eina þjóðin sem ekki er enn farin að framfylgja því að unglæknar séu ekki undanþegnir almennum hvíldartímaákvæðum." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu, segir unnið að undirbúningi frumvarps sem lagt verði fram á Alþingi í haust. "En þetta er nokkuð flókið í útfærslu og hefur áhrif á vinnutíma unglækna á spítölunum og við höfum því lagt það í hendurnar á Heilbrigðisráðuneytinu að meta kostnaðinn, líkt og skylt er að gera." Hún segir að svo verði ákveðið í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Fjármálaráðuneyti og unglækna hversu langur tími verði tekinn í að innleiða vinnutímatilskipunina, en því á að vera að fullu lokið ekki síðar en 2009. "En aðlögunin snýr eingöngu að vikulegum hámarksvinnutíma. Reglur vinnuverndarlaga um vinnutíma munu þá gilda um lækna í starfsnámi með sama hætti og þau gilda um aðra." Hún segir tveggja mánaða frestinn sem ESA gaf nú vera hefðbundinn og að ráðuneytið muni skýra sín mál gagnvart stofnuninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir stjórnvöld hér hafa látið hjá líða að leggja fram áætlun um hvernig framfylgja á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hvað varðar unglækna. Eftirlitsstofnunin hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þessa og gefið tveggja mánaða frest til að koma málum í réttan farveg. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins áttu EFTA ríkin að hafa lagt fram áætlun um innleiðingu fyrir fyrsta ágúst í fyrra. Fram kemur að eftirlitsstofnunin hafi engar upplýsingar fengið frá stjórnvöldum hér um ráðstafanir vegna vinnu unglækna. Bregðist stjórnvöld ekki við áliti ESA er næsta skref að vísa málinu til EFTA dómstólsins. Bjarni Þór Eyvindsson formaður félags unglækna segir fyrstu skrefin í að innleiða vinnutilskipun Evrópusambandsins hafa verið tekin í apríl 2003 með lagabreytingu í þá veru að unglæknar væru ekki lengur undanþegnir almennum vinnutímaákvæðum. Sú breyting mun þó ekki hafa skilað sér í framkvæmd. "Við erum því komin með mál á hendur Landsspítalanum til að fá þessa löggjöf virta, en það var dómtekið fyrir um hálfum mánuði," segir hann og bætir við að ESA þrýsti nú á um fimm ára áætlun frá stjórnvöldum um hvernig innleiða eigi hvíldartímatilskipunina, sem engar Evrópuþjóðir muni vera farnar að framfylgja. "Við erum hins vegar eina þjóðin sem ekki er enn farin að framfylgja því að unglæknar séu ekki undanþegnir almennum hvíldartímaákvæðum." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu, segir unnið að undirbúningi frumvarps sem lagt verði fram á Alþingi í haust. "En þetta er nokkuð flókið í útfærslu og hefur áhrif á vinnutíma unglækna á spítölunum og við höfum því lagt það í hendurnar á Heilbrigðisráðuneytinu að meta kostnaðinn, líkt og skylt er að gera." Hún segir að svo verði ákveðið í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Fjármálaráðuneyti og unglækna hversu langur tími verði tekinn í að innleiða vinnutímatilskipunina, en því á að vera að fullu lokið ekki síðar en 2009. "En aðlögunin snýr eingöngu að vikulegum hámarksvinnutíma. Reglur vinnuverndarlaga um vinnutíma munu þá gilda um lækna í starfsnámi með sama hætti og þau gilda um aðra." Hún segir tveggja mánaða frestinn sem ESA gaf nú vera hefðbundinn og að ráðuneytið muni skýra sín mál gagnvart stofnuninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira