Þrýst á stjórnvöld vegna unglækna 22. apríl 2005 00:01 ESA, eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir stjórnvöld hér hafa látið hjá líða að leggja fram áætlun um hvernig framfylgja á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hvað varðar unglækna. Eftirlitsstofnunin hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þessa og gefið tveggja mánaða frest til að koma málum í réttan farveg. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins áttu EFTA ríkin að hafa lagt fram áætlun um innleiðingu fyrir fyrsta ágúst í fyrra. Fram kemur að eftirlitsstofnunin hafi engar upplýsingar fengið frá stjórnvöldum hér um ráðstafanir vegna vinnu unglækna. Bregðist stjórnvöld ekki við áliti ESA er næsta skref að vísa málinu til EFTA dómstólsins. Bjarni Þór Eyvindsson formaður félags unglækna segir fyrstu skrefin í að innleiða vinnutilskipun Evrópusambandsins hafa verið tekin í apríl 2003 með lagabreytingu í þá veru að unglæknar væru ekki lengur undanþegnir almennum vinnutímaákvæðum. Sú breyting mun þó ekki hafa skilað sér í framkvæmd. "Við erum því komin með mál á hendur Landsspítalanum til að fá þessa löggjöf virta, en það var dómtekið fyrir um hálfum mánuði," segir hann og bætir við að ESA þrýsti nú á um fimm ára áætlun frá stjórnvöldum um hvernig innleiða eigi hvíldartímatilskipunina, sem engar Evrópuþjóðir muni vera farnar að framfylgja. "Við erum hins vegar eina þjóðin sem ekki er enn farin að framfylgja því að unglæknar séu ekki undanþegnir almennum hvíldartímaákvæðum." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu, segir unnið að undirbúningi frumvarps sem lagt verði fram á Alþingi í haust. "En þetta er nokkuð flókið í útfærslu og hefur áhrif á vinnutíma unglækna á spítölunum og við höfum því lagt það í hendurnar á Heilbrigðisráðuneytinu að meta kostnaðinn, líkt og skylt er að gera." Hún segir að svo verði ákveðið í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Fjármálaráðuneyti og unglækna hversu langur tími verði tekinn í að innleiða vinnutímatilskipunina, en því á að vera að fullu lokið ekki síðar en 2009. "En aðlögunin snýr eingöngu að vikulegum hámarksvinnutíma. Reglur vinnuverndarlaga um vinnutíma munu þá gilda um lækna í starfsnámi með sama hætti og þau gilda um aðra." Hún segir tveggja mánaða frestinn sem ESA gaf nú vera hefðbundinn og að ráðuneytið muni skýra sín mál gagnvart stofnuninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir stjórnvöld hér hafa látið hjá líða að leggja fram áætlun um hvernig framfylgja á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hvað varðar unglækna. Eftirlitsstofnunin hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þessa og gefið tveggja mánaða frest til að koma málum í réttan farveg. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins áttu EFTA ríkin að hafa lagt fram áætlun um innleiðingu fyrir fyrsta ágúst í fyrra. Fram kemur að eftirlitsstofnunin hafi engar upplýsingar fengið frá stjórnvöldum hér um ráðstafanir vegna vinnu unglækna. Bregðist stjórnvöld ekki við áliti ESA er næsta skref að vísa málinu til EFTA dómstólsins. Bjarni Þór Eyvindsson formaður félags unglækna segir fyrstu skrefin í að innleiða vinnutilskipun Evrópusambandsins hafa verið tekin í apríl 2003 með lagabreytingu í þá veru að unglæknar væru ekki lengur undanþegnir almennum vinnutímaákvæðum. Sú breyting mun þó ekki hafa skilað sér í framkvæmd. "Við erum því komin með mál á hendur Landsspítalanum til að fá þessa löggjöf virta, en það var dómtekið fyrir um hálfum mánuði," segir hann og bætir við að ESA þrýsti nú á um fimm ára áætlun frá stjórnvöldum um hvernig innleiða eigi hvíldartímatilskipunina, sem engar Evrópuþjóðir muni vera farnar að framfylgja. "Við erum hins vegar eina þjóðin sem ekki er enn farin að framfylgja því að unglæknar séu ekki undanþegnir almennum hvíldartímaákvæðum." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu, segir unnið að undirbúningi frumvarps sem lagt verði fram á Alþingi í haust. "En þetta er nokkuð flókið í útfærslu og hefur áhrif á vinnutíma unglækna á spítölunum og við höfum því lagt það í hendurnar á Heilbrigðisráðuneytinu að meta kostnaðinn, líkt og skylt er að gera." Hún segir að svo verði ákveðið í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Fjármálaráðuneyti og unglækna hversu langur tími verði tekinn í að innleiða vinnutímatilskipunina, en því á að vera að fullu lokið ekki síðar en 2009. "En aðlögunin snýr eingöngu að vikulegum hámarksvinnutíma. Reglur vinnuverndarlaga um vinnutíma munu þá gilda um lækna í starfsnámi með sama hætti og þau gilda um aðra." Hún segir tveggja mánaða frestinn sem ESA gaf nú vera hefðbundinn og að ráðuneytið muni skýra sín mál gagnvart stofnuninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira