Lífið

Unnur Birna býr sig undir Miss World

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er sennilega ein vinsælasta fegurðardrottning okkar um langt skeið. Nú er komið að ögurstundu því á miðvikudaginn heldur stúlkan til Kína þar sem Miss World-keppnin fer fram. Það þarf varla að taka fram að hún fetaði í fótspor móður sinnar, Unnar Steinsson, sem krýnd var Ungfrú Ísland árið 1983.

Þegar Unnur fór utan lenti hún í fjórða til fimmta sæti og varð fyrst íslenskra kvenna sem kemst í úrslit keppninnar. Unnur vill eflaust gera sitt besta í að halda merki fjölskyldunnar á lofti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stúlkan lagt mjög hart að sér í undirbúningi enda tími til kominn að "dollan" fari til Íslands því heil þrettán ár eru liðin síðan Linda P. hreppti titilinn síðast.

Ari Alexander Ergis var um helgina viðstaddur tvær sýningar á heimildarkvikmynd sinni Gargandi Snilld á hinni virtu AFI-hátíð. Bandaríska blaðið Los Angeles Times mælti með myndinni áður en herlegheitin hófust og var Ari enn fremur valinn eitt af nýju andlitum evrópskrar kvikmyndagerðar. Á sunnudeginum var leikstjórinn á svokallaðri spurt & svarað sýningu þar sem hann lofaði gestum að mynddiskurinn yrði stútfullur af óbirtu efni. Mikill stjörnufans hefur sótt hátíðina heim en samkvæmt fréttasíðu hátíðarinnar var Ari meðal annars í teiti með bandaríska leikaranum Andy Garcia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.