Er erfitt en á réttri leið 3. apríl 2005 00:01 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira