Vill ríkisstjórn klassískra gilda 3. apríl 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira