Innlent

Auðun Georg sætti einelti

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs segir að ákvörðun Auðuns Georgs séu að sjálfsöðu vonbrigði. "Ákvörðunin er þó skiljanleg hjá þesum unga manni eftir þann hamagang og einelti sem hann hefur þurft að líða. Það er ekki í mannlegu valdi að berjast gegn ofurvaldi heillar fréttastofu sem leggur heilu fréttatímana undir sín viðbrögð," segir Gunnlaugur. Spurður hvernig útvarpsráð muni bregðast við ákvörðun Auðuns segir Gunnlaugur málið ekki í höndum útvarpsráðs. "Við erum einungis umsagnaraðili, dagskrárráð RÚV, en ekki stjórn eins og í fyrirtæki því miður. Málið er hjá útvarpsstjóra sem fer með valdið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×