Hafi gengið heldur hart fram 1. apríl 2005 00:01 Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa gengið heldur hart fram gegn Auðuni Georg. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður Stöðvar 2, færði Markúsi tíðindin á opnun hótels í miðbæ Reykjavíkur. Inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Auðuns Georgs sagði Markús að þetta hefði komið honum mjög á óvart. Hann segist mjög hryggur yfir tíðindunum vegna þess að þrátt fyrir allt sem á undan hefði gengið hefði honum fundist fundur Auðuns Georgs með fréttamönnum í morgun hafa gengið vel og hann hefði því hugað gott til framhaldsins. Þetta yrði tekið skref fyrir skref og undir því mikla álagi sem Auðun Georg hefði verið hefði honum fundist þetta vera breyting til hins betra. Aðspurður hvort hann hefði heyrt viðtal fréttamanns fréttastofu Útvarps við Auðun Georg sem spilað var í hádegisfréttum Útvarps sagðist Markús ekki hafa gert það. Hins vegar hefði verið vitnað til þess í samtali sem fréttamaður hefði átt við hann og verið væri að flytja í útvarpsfréttum. Í samtalinu milli hans og fréttamanns hefði verið komið inn á atriði sem Auðun hefði verið inntur eftir í viðtalinu og honum hefði fundist það fjarstæðukennt að þau atriði skyldu hafa verið tekin upp þar þegar verið væri að ræða við hann rétt eftir að hann hefði tekið við starfinu. Þar hefði verið um að ræða einhvers konar spurningakeppni sem kæmu málinu ekkert við. Hann hefði því gert athugasemdir við það í spjalli sínu við fréttamann. Spurður hvort fréttastofan hefði að hans mati sett ofan með framgangi sínum í málinu sagði Markús að það væri furðulangt gengið í fréttaflutningnum og menn hefðu notað sérhvert tækifæri sem þeir hefðu haft. Frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins hefðu víðtækt umboð til að koma að málflutningi sem væri hagstæður málstað þeirra í málinu, inni í fréttum og hinum og þessum dagskrárhornum bæði í sjónvarpi og útvarpi. Markús sagði vissulega hægt að setja spurngarmerki við það hvort rétt hefði verið að málum staðið og hvort það hefði áhrif á trúverðugleika Ríkisútvarpsins. Hann ætlaði ekkert að dæma um það en hann vonaði að ef svo hefði verið endurynnist sá trúverðugleiki skjótt og fólkið sem ynni á Útvarpinu hefði alla burði til að sækja fram á nýjan leik. Hann treysti því mjög vel en honum fyndist það hafa gengið helst til of langt í aðgerðum sínum og viðbrögðum við löglegri ráðningu á nýjum starfskrarfti inn á fréttastofuna. Aðspurður hvað tæki við núna sagðist Markús ekki vita það. Það yrði fundur í útvarpsráði á þriðjudag og þar yrði málið tekið upp.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira