Í fantaformi á fjöllum 23. mars 2005 00:01 Margrét fékk göngubakteríuna þegar henni var boðið í svokallaða "Laugavegs"-göngu fyrir þrettán árum. "Það vildi svo heppilega til að ég átti afmæli um svipað leyti og bað um að afmælisgjafirnar tengdust ferðinni. Ég hef bókstaflega verið á göngu síðan," segir Magrét og hlær. "Á vorin fer ég á fjöll og kem eiginlega ekki aftur niður á jafnsléttu fyrr en að hausti." Margrét gengur jafnt innanlands sem utan og hefur nú þegar gengið í 16 löndum. Oftast er hún leiðsögumaður og hún heldur líka utan um hóp af fólki sem gengur með henni öll sumur. "Ég læt vita hvenær og hvert ferðinni er heitið og fólk þarf ekkert að gera nema mæta. Næst ætlum við til Slóveníu, en þar höfum við aldrei gengið áður. Það er nauðsynlegt að fara á nýjar slóðir og maður upplifir lönd og staði á svo sérstakan hátt á göngunni. Maður er í nánum tengslum við landið og náttúruna og þá skapast sérstök tengsl milli ferðafélaganna. Það er alltaf gist og borðað í skálum og þar sofum við saman eins og sardínur í dós. Svo endum við ferðina gjarnan á strönd í nokkra daga. Hláturinn, gleðin og endorfínstreymið í þessum ferðum er engu líkt." Margrét kennir kaðlajóga þegar hún er ekki upp um fjöll og firnindi, þannig að hún er í afspynugóðu formi og segist hlæjandi hafa verið beðin um nafnskírteini ekki alls fyrir löngu þegar hún fór á ball. "Geri aðrar 52ja ára konur betur," segir hún. Göngur hennar henta ekki hverjum sem er en Margrét segir gönguferð á Esjuna ágætis viðmið. "Ef fólk gengur á Esjuna og er tilbúið að gera það aftur daginn eftir þá er það í nógu fínu formi til að koma með." Hún segir gönguna og jógað fara sérlega vel saman. "Að gera jógaæfingar á fjöllum eftir góða göngu er alveg æðislegt. Það felst líka svo mikið jóga í göngunni sjálifri, maður er í friði og ró með pokann sinn og lærir svo margt um eigin þarfir. Það er ekkert annað í boði en það sem er í pokanum þannig að maður verður að læra hvers maður þarfnast helst og hvernig maður nýtur líðandi stundar. Ég vil endilega hvetja alla í göngur, aðalatriðið er að byrja smátt, en fólk er undrafljótt að komast í form og þá bíður allur heimurinn." Ferðalög Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Margrét fékk göngubakteríuna þegar henni var boðið í svokallaða "Laugavegs"-göngu fyrir þrettán árum. "Það vildi svo heppilega til að ég átti afmæli um svipað leyti og bað um að afmælisgjafirnar tengdust ferðinni. Ég hef bókstaflega verið á göngu síðan," segir Magrét og hlær. "Á vorin fer ég á fjöll og kem eiginlega ekki aftur niður á jafnsléttu fyrr en að hausti." Margrét gengur jafnt innanlands sem utan og hefur nú þegar gengið í 16 löndum. Oftast er hún leiðsögumaður og hún heldur líka utan um hóp af fólki sem gengur með henni öll sumur. "Ég læt vita hvenær og hvert ferðinni er heitið og fólk þarf ekkert að gera nema mæta. Næst ætlum við til Slóveníu, en þar höfum við aldrei gengið áður. Það er nauðsynlegt að fara á nýjar slóðir og maður upplifir lönd og staði á svo sérstakan hátt á göngunni. Maður er í nánum tengslum við landið og náttúruna og þá skapast sérstök tengsl milli ferðafélaganna. Það er alltaf gist og borðað í skálum og þar sofum við saman eins og sardínur í dós. Svo endum við ferðina gjarnan á strönd í nokkra daga. Hláturinn, gleðin og endorfínstreymið í þessum ferðum er engu líkt." Margrét kennir kaðlajóga þegar hún er ekki upp um fjöll og firnindi, þannig að hún er í afspynugóðu formi og segist hlæjandi hafa verið beðin um nafnskírteini ekki alls fyrir löngu þegar hún fór á ball. "Geri aðrar 52ja ára konur betur," segir hún. Göngur hennar henta ekki hverjum sem er en Margrét segir gönguferð á Esjuna ágætis viðmið. "Ef fólk gengur á Esjuna og er tilbúið að gera það aftur daginn eftir þá er það í nógu fínu formi til að koma með." Hún segir gönguna og jógað fara sérlega vel saman. "Að gera jógaæfingar á fjöllum eftir góða göngu er alveg æðislegt. Það felst líka svo mikið jóga í göngunni sjálifri, maður er í friði og ró með pokann sinn og lærir svo margt um eigin þarfir. Það er ekkert annað í boði en það sem er í pokanum þannig að maður verður að læra hvers maður þarfnast helst og hvernig maður nýtur líðandi stundar. Ég vil endilega hvetja alla í göngur, aðalatriðið er að byrja smátt, en fólk er undrafljótt að komast í form og þá bíður allur heimurinn."
Ferðalög Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira