Skilyrði til að tryggja jafnræði 23. mars 2005 00:01 Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira