Forráðamenn Newcastle hafa ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Lee Bowyer fékk um jólin þegar liðið sótti Liverpool heim. Bowyer var sakaður um að hafa brotið mjög gróflega á Xabi Alonso hjá Liverpool, en á fimmtudag kemur í ljós hvort áfrýjunin verður tekin til greina. Bowyer verður í banni í leik Newcastle og Charlton í kvöld.
