Innlent

Setur ríkisstjórnina í talsverðan vanda

"Þetta kemur mér talsvert í opna skjöldu," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, um þá niðurstöðu Kjaradóms að úrskurður hans um laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna frá 19. desember skuli standa óbreyttur. "Þetta setur ríkisstjórnina í talsverðan vanda."

Gylfi segir að ríkisstjórn og Alþingi standi nú frammi fyrir því að breyta lögum um Kjaradóm. Hann segir að honum og félögum hans í Alþýðusambandi Íslands, sé ómögulegt að lesa jafn skilgreiningu úr lögum um dóminn og Kjaradómur notaðist við þegar hann ákvarðaði laun æðstu embættismanna fyrir níu dögum. Hann segir að séu lögin svona óskýr verði ríkisstjórnin að taka á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×