Öll spjót standa á Sýrlandsstjórn 16. febrúar 2005 00:01 Öll spjót standa nú á Sýrlandsstjórn í kjölfar morðárásarinnar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánudag enda leikur grunur á að hún hafi staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran bundust í dag samtökum um að standa saman andspænis hótunum Bandaríkjastjórnar. Það er til marks um hversu viðkvæmt ástandið er orðið í þessum heimshluta að um tíma í dag héldu allir að nýtt stríð væri hafið - nú í Íran. Fregnir bárust nefnilega af því að flugskeyti frá óþekktri flugvél hefði lent í suðurhluta Írans, skammt frá þeim stað þar sem Íranir eru að byggja kjarnorkuver. Heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum í um klukkustund eða þar til upplýstist að verið var að sprengja fyrir stíflu og flugskeyti kom þar ekki nærri. Það segir hins vegar mikla sögu að mönnum brá ekkert sérstaklega við þessar fregnir og töldu þetta eðlilega framvindu mála, enda er ljóst að Íran er efst á óvinalista Bandaríkjastjórnar um þessar mundir. Það upplýstist einnig í dag og þótti staðfesta þetta ófremdarástand að ómannaðar, bandarískar njósnaflaugar hafa í um árabil reglulega flogið yfir Íran til að safna upplýsingum um kjarnorkuáætlun landsins. En Íran er ekki eina landið á skotmarkalista Bandaríkjanna því morðárásin á Hariri í Líbanon hefur beint sjónum manna að öðru óvinaríki Bandaríkjanna: Sýrlandi. Bandaríkjastjórn telur víst að stjórnvöld í Sýrlandi hafi á einhvern hátt staðið að baki árásinni, beint eða óbeint, og hefur kallað sendiherra sinn heim. Í kjölfarið hafa Sameinuðu þjóðirnar ítrekað kröfur um að Sýrlendingar dragi hersveitir sínar, alls um fimmtán þúsund hermenn, út úr Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkajannna, sagði í dag að atburðurinn í Líbanon hafi vissulega verið ástæða þess að sendiherrann var kallaður heim. „Við erum ekki að ásaka neinn. Það þarf að rannsaka þetta og það er það sem skiptir máli,“ sagði Rice. Bush Bandaríkjaforseti og Rice hafa bæði ítrekað nefnt Sýrland sem eitt af harðstjórnarríkjum heims þar sem umbóta er þörf. Sýrland er einnig á lista Bandaríkjastjórnar sem eitt þeirra landa sem styður og fjármagnar hryðjuverkasamtök, Hamas, Hisbollah og Islamic Jihad. Það er tímanna tákn að forsvarsmenn Írans og Sýrlands, þessara tveggja helstu útlagaríkja heims - í augum Bandaríkjastjórnar í það minnsta - hittust á fundi í Tehran í dag þar sem þeir sammæltust um að standa saman gegn utanaðkomandi íhlutun. Naji Al-Otari, forsætisráðherra Sýrlands, sagði að þau úrlausnarefni sem Sýrlendingar og Íranar stæðu frammi fyrir krefðust þess að þjóðirnar stæðu saman gegn öllum þeim ógnunum sem að löndunum steðja. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Öll spjót standa nú á Sýrlandsstjórn í kjölfar morðárásarinnar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánudag enda leikur grunur á að hún hafi staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran bundust í dag samtökum um að standa saman andspænis hótunum Bandaríkjastjórnar. Það er til marks um hversu viðkvæmt ástandið er orðið í þessum heimshluta að um tíma í dag héldu allir að nýtt stríð væri hafið - nú í Íran. Fregnir bárust nefnilega af því að flugskeyti frá óþekktri flugvél hefði lent í suðurhluta Írans, skammt frá þeim stað þar sem Íranir eru að byggja kjarnorkuver. Heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum í um klukkustund eða þar til upplýstist að verið var að sprengja fyrir stíflu og flugskeyti kom þar ekki nærri. Það segir hins vegar mikla sögu að mönnum brá ekkert sérstaklega við þessar fregnir og töldu þetta eðlilega framvindu mála, enda er ljóst að Íran er efst á óvinalista Bandaríkjastjórnar um þessar mundir. Það upplýstist einnig í dag og þótti staðfesta þetta ófremdarástand að ómannaðar, bandarískar njósnaflaugar hafa í um árabil reglulega flogið yfir Íran til að safna upplýsingum um kjarnorkuáætlun landsins. En Íran er ekki eina landið á skotmarkalista Bandaríkjanna því morðárásin á Hariri í Líbanon hefur beint sjónum manna að öðru óvinaríki Bandaríkjanna: Sýrlandi. Bandaríkjastjórn telur víst að stjórnvöld í Sýrlandi hafi á einhvern hátt staðið að baki árásinni, beint eða óbeint, og hefur kallað sendiherra sinn heim. Í kjölfarið hafa Sameinuðu þjóðirnar ítrekað kröfur um að Sýrlendingar dragi hersveitir sínar, alls um fimmtán þúsund hermenn, út úr Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkajannna, sagði í dag að atburðurinn í Líbanon hafi vissulega verið ástæða þess að sendiherrann var kallaður heim. „Við erum ekki að ásaka neinn. Það þarf að rannsaka þetta og það er það sem skiptir máli,“ sagði Rice. Bush Bandaríkjaforseti og Rice hafa bæði ítrekað nefnt Sýrland sem eitt af harðstjórnarríkjum heims þar sem umbóta er þörf. Sýrland er einnig á lista Bandaríkjastjórnar sem eitt þeirra landa sem styður og fjármagnar hryðjuverkasamtök, Hamas, Hisbollah og Islamic Jihad. Það er tímanna tákn að forsvarsmenn Írans og Sýrlands, þessara tveggja helstu útlagaríkja heims - í augum Bandaríkjastjórnar í það minnsta - hittust á fundi í Tehran í dag þar sem þeir sammæltust um að standa saman gegn utanaðkomandi íhlutun. Naji Al-Otari, forsætisráðherra Sýrlands, sagði að þau úrlausnarefni sem Sýrlendingar og Íranar stæðu frammi fyrir krefðust þess að þjóðirnar stæðu saman gegn öllum þeim ógnunum sem að löndunum steðja.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira