Innlent

Food and Fun að hefjast

„Et, drekk og ver glaðr,“ sagði spakur maður fyrir löngu síðan en orð hans eru jafngild í dag. Þau gætu raunar verið yfirskrift girnilegrar hátíðar sem stendur næstu daga hér í höfuðstaðnum, þ.e. Food and Fun hátíðarinnar.

Tólf veitingahús taka þátt í hátíðinni og fjölmargir erlendir matreiðslumeistarar koma til landsins í tilefni hátíðarinnar. Á laugardaginn verður listahátíð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu þar sem bæði verður sýnikennsla hjá kokkunum og þeir munu keppa innbyrðis um titilinn „Iceland Naturally kokkur“ ársins.

Flestir staðir verða líklega fullir af fólki frá fimmtudegi til sunnudags en enn er tekið á móti á pöntunum. Baldvin Jónsson, aðstandandi hátíðarinnar, segir erlenda gesti hafa trú á því að Íslendingar hafi upp á eitthvað spennandi að bjóða og því koma þeir hingað. „Ég sé ekki betur en þetta sé að ganga upp eins og til var ætlast,“ segir Baldvin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×