Ríkissaksóknari ósáttur 16. febrúar 2005 00:01 Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira