Innlent

Hafa áhyggjur af hrefnuveiðum

Sendiherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands sendu í dag frá sér yfirlýsingu um hvalveiðar Íslendinga til utanríkisráðuneytisins. Segir þar að sendiherrarnir lýsi yfir áhyggjum sínum vegna tillögu Hafrannsóknarstofnunar til ríkisstjórnar Íslands um veiðar á 39 hrefnum á þessu ári í vísindaskyni. Ítrekuð er andstaða landanna vegna þessara áætlana og skorað er á ríkisstjórn Íslands að hunsa þessi tilmæli og hverfa frá öllum áætlunum sem sendiherrarnir segja vera af vafasömum vísindalegum toga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×