Innlent

Fylgi Framsóknar aldrei minna

Fylgi Framsóknarflokksins er í sögulegu lágmarki, samkvæmt nýrri könnun þjóðarpúls Gallups sem birt var á RÚV í gær. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 10% og hefur minnkað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Samkvæmt könnuninni hefur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn aukist og er nú um 37%. Fylgi Samfylkingarinnar minnkar frá síðustu könnun og mælist nú 32,5%. Vinstri-grænir eru með 16% fylgi eins og í síðustu könnun og fylgi Frjálslynda flokksins er um 4%. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst en 49% landsmanna styðja hana samkvæmt könnun Gallups sem gerð var dagana 31. janúar til 27. febrúar. Úrtakið var rúmlega 2.500 manns á aldrinum 18 til 75 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×