Innlent

Dæmdur fyrir líflátshótun

Sjötugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta Helga Jóhannessyni lögmanni og öðrum manni lífláti. Maðurinn neitar því að í bréfi, sem hann sendi Helga, hafi falist líflátshótun heldur hafi hann ætlað að drepa Helga með orðum. Helgi hélt því fyrir dómi að hótun hafi falist í bréfinu og bendir á að maðurinn hafi á árum áður verið dæmdur fyrir obeldisbrot gegn lögmanni. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri sekur um að hafa haft í hótunum um að fremja refsiverðan verknað. Allt að tveggja ára fangelsisrefsing getur verið við brotinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×