
Innlent
Innflytjendaráð stofnað?

Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær skýrslu nefndar um útfærslu á tillögum að stefnumótun í aðlögunarmálum innflytjenda á Íslandi. Nefndin leggur til að komið verði af stað tilraunaverkefni til fimm ára þar sem sérstakt innflytjendaráð verði stofnað sem ætlað er að sjá um móttöku flóttafólks. Í skýrslu nefndarinnar er einnig fjallað um aðlögun útlendinga á Íslandi, stefnumótun stjórnvalda og verklag á Norðurlöndum á þessu sviði.