Innlent

Díselolían verði ódýrari en bensín

Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að koma á hóflegu gjaldi á dísilolíu og lægra en á bensíni. Gjald á dísillítrann verður 45 krónur en er rúmar 42 krónur á bensínlítrann.  Þann 1. júlí verður þungaskattur af dísilbifreiðum undir tíu tonnum afnuminn en í staðinn kemur olíugjald, 45 krónur, auk virðisaukaskatts sem leggst við verð dísillítrans. Með þessum breytingum mun dísillítrinn kosta um 110 krónur og verða jafndýr eða dýrari en verð bensínlítrans. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þessa álagningu ríkisins á dísilolíu vera í andstöðu við stefnu stjórnvalda víðast hvar þar sem markmiðið sé að auka hlutfallslega notkun dísilolíu, þar sem um sé að ræða umhverfisvænni eldsneytisgjafa heldur en bensín. Auk þess séu dísilbílar sparneytnari en bensínbílar.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×