Innlent

Verpti fyrsta egginu

Tjaldur, sem á hverju ári gerir sér hreiður á göngustíg rétt við Sævang á Ströndum, hefur verpt fyrsta egginu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is. Þar segir að tjaldurinn verpi ávallt á þessum stað í lok apríl. Í fyrra verpti tjaldurinn 25. apríl og árið þar áður á síðasta vetrardegi. Ef allt fer að óskum eru ungarnir væntanlegir úr eggjunum í kringum 20. maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×