Innlent

Fékk þrjá stóra hákarla

Bjarni Elíasson á Drangsnesi á Ströndum setti heldur betur í veiði í fyrradag þegar hann fór út á trillu sinni að renna fyrir hákarl, djúpt út af Kaldbaksvík. Hann fékk þrjá stóra hákarla í róðrinum og var mikið um að vera á bryggjunni á Drangsnesi þegar hann kom að landi, enda þurfti hann hjálparhönd við löndunina. Það verður því nóg að gera hjá honum næstu dagana að verka hákarlinn og ganga frá honum í kæsingu. Afraksturinn má svo smakka á þorrablótum næsta vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×