Sport

Beckham kærir barnapíu

Abbie Gibson, fyrrum barnfóstra David og Victoriu Beckham, á yfir höfði sér málsókn vegna ummæla í viðtali við breskt slúðurblað. Í viðtalinu kemur m.a. fram að andrúmsloftið á heimilinu sé afar stirt og hjónaband Beckham í algjörum molum. Slúðurblaðið, sem ber nafnið News Of The World, verður einnig lögsótt samkvæmt talskonu hjónanna. Gibson sagði starfi sínu lausu fyrr í þessum mánuði en hún réði sig í vinnu hjá David og Victoriu í október árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×