Innlent

Bændur heimsækja grunnskóla

Tæplega eitt þúsund börn í sjöunda bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hafa fengið bónda í heimsókn í kennslustund í tengslum við verkefnið „Dagur með bónda“. Sjö bændur af Suður- og Norðurlandi hafa heimsótt nemendurna og sagt þeim frá daglegum bústörfum sínum. Bændurnir hafa einnig sýnt nemendunum myndbönd úr sveitinni þar sem daglega lífinu er lýst. Að lokinni heimsókn bændanna hafa nemendurnir unnið ýmis verkefni í tengslum við heimsóknina. Frá þessu er greint í Bændablaðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×