Leyniþjónusta á Íslandi 26. janúar 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra staðfesti á Alþingi í dag að öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi færi fram á vegum Ríkislögreglustjóra og sagði að umfang hennar hefði aukist í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Helgi Hjörvar bar fram fyrirspurn í fjórum liðum um málið og spurði ráðherra meðal annars hvort hann teldi að lagaheimildir skorti fyrir þeirri öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi sem væri á vegum Ríkislögreglustjóra. Athygli vakti að dómsmálaráðherra gerði ekki athugasemd við þá forsendu sem fyrirspyrjandi gaf sér í fyrirspurninni, þ.e. að slík starfsemi væri þegar hafin hér á landi. Hann sagði að samkvæmt fimmtu grein lögreglulaga væri hlutverk Ríkislögreglustjóra m.a. að starfrækja lögreglurrannsóknardeild sem rannsakaði landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Því var velt upp hvort sérstaka löggjöf þyrfti um starfsemina. Björn svaraði því á þá leið að á það hefði verið bent að skortur á slíkri löggjöf gæti vakið upp spurningar um heimildir lögreglu til aðgerða og eftirgrennslan með málum af þessum toga og nauðsynlegt væri að eyða slíkri óvissu með skýrri löggjöf bæði fyrir þá sem störfuðu á grundvelli hennar og almenning í landinu. Björn sagði að ekki lægi fyrir nein ákvörðun um það hvernig úr þessu yrði bætt. Hann taldi þó ekki brýna þörf á að setja þessa starfsemi undir hatt sérstakrar öryggislögreglu. Og ráðherrann var spurður um umfang starfseminnar. Hann sagði umfangið hafa verið óbreytt undanfarin ár en það hefði aukist nokkuð eins og kunnugt væri í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Engin áform væru hins vegar um að auka umsvif starfseminnar. Hann var spurður nánar um umfang hennar en svaraði ekki. Helgi Hjörvar, fyrirspyrjandi í málinu, segir starfsemi öryggislögreglu og leyniþjónustu hafi legið í þagnargildi og mikil leynd hafi hvílt yfir henni. Hún hafi þó kannski heldur ekki verið umfangsmikil, að minnsta kosti voni hann það. En vegna þess að hún snerti friðhelgi einkalífsins sé mjög mikilvægt að hún sé eins mikið uppi á borðinu og hægt sé og að treysta megi því að ekki sé verið að njósna um almenning nema það séu fullkomlega gildar ástæður fyrir því. Passað verði að menn fari ekki út fyrir eðlileg mörk í leyniþjónustustarfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra staðfesti á Alþingi í dag að öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi færi fram á vegum Ríkislögreglustjóra og sagði að umfang hennar hefði aukist í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Helgi Hjörvar bar fram fyrirspurn í fjórum liðum um málið og spurði ráðherra meðal annars hvort hann teldi að lagaheimildir skorti fyrir þeirri öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi sem væri á vegum Ríkislögreglustjóra. Athygli vakti að dómsmálaráðherra gerði ekki athugasemd við þá forsendu sem fyrirspyrjandi gaf sér í fyrirspurninni, þ.e. að slík starfsemi væri þegar hafin hér á landi. Hann sagði að samkvæmt fimmtu grein lögreglulaga væri hlutverk Ríkislögreglustjóra m.a. að starfrækja lögreglurrannsóknardeild sem rannsakaði landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Því var velt upp hvort sérstaka löggjöf þyrfti um starfsemina. Björn svaraði því á þá leið að á það hefði verið bent að skortur á slíkri löggjöf gæti vakið upp spurningar um heimildir lögreglu til aðgerða og eftirgrennslan með málum af þessum toga og nauðsynlegt væri að eyða slíkri óvissu með skýrri löggjöf bæði fyrir þá sem störfuðu á grundvelli hennar og almenning í landinu. Björn sagði að ekki lægi fyrir nein ákvörðun um það hvernig úr þessu yrði bætt. Hann taldi þó ekki brýna þörf á að setja þessa starfsemi undir hatt sérstakrar öryggislögreglu. Og ráðherrann var spurður um umfang starfseminnar. Hann sagði umfangið hafa verið óbreytt undanfarin ár en það hefði aukist nokkuð eins og kunnugt væri í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Engin áform væru hins vegar um að auka umsvif starfseminnar. Hann var spurður nánar um umfang hennar en svaraði ekki. Helgi Hjörvar, fyrirspyrjandi í málinu, segir starfsemi öryggislögreglu og leyniþjónustu hafi legið í þagnargildi og mikil leynd hafi hvílt yfir henni. Hún hafi þó kannski heldur ekki verið umfangsmikil, að minnsta kosti voni hann það. En vegna þess að hún snerti friðhelgi einkalífsins sé mjög mikilvægt að hún sé eins mikið uppi á borðinu og hægt sé og að treysta megi því að ekki sé verið að njósna um almenning nema það séu fullkomlega gildar ástæður fyrir því. Passað verði að menn fari ekki út fyrir eðlileg mörk í leyniþjónustustarfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira