
Innlent
Tekinn með hass í Svíþjóð
24 ára Íslendingur var tekinn með tvö kíló af hassi í Malmö í Svíþjóð á þriðjudaginn í síðustu viku. Hann var að koma frá Danmörku þegar hann var tekinn með hassið falið í bíl sínum. Í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og er hann enn í haldi sænsku lögreglunnar. Maðurinn hefur komið lítillega við sögu lögreglu hér á landi. Í september sinnti hann ekki stöðvunarmerkjum við eftirför lögreglu og nam ekki staðar fyrr en hann ók á ómerkta lögreglubifreið. Hann var ölvaður og hafði fíkniefni undir höndum.